Byggingafulltrúi Akraness á lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins



Stefán Þór Steindórsson, byggingafulltrúi Akraness, er fjölhæfur svo ekki sé meira sagt.

Skagamaðurinn á eitt af lögunum í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2019.

Lagið heitir „Þú bætir mig / Make me whole“ og er það flutt af Ívari Daníels.

Lagið verður flutt laugardaginn 16. febrúar í forkeppni Söngvakeppninnar sem sýnt verður á RÚV.

Stefán Þór hefur töluverða reynslu af Söngvakeppninni.

Hann var gítarleikari í atriðinu hjá Eiríki Haukssyni þegar hann söng Valentine Lost í lokakeppninni sem fram fór í Finnlandi.

Stefán Þór var í sama hlutverki í laginu Hugarró sem Magni Ásgeirsson flutti árið 2012.

Auglýsing



Auglýsing