Öldungaráð verður stofnað hjá Akraneskaupstað á næstunni.
Sveitarfélög eiga að koma slíkum ráðum á laggirnar samkvæmt breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi þann 1. okt. 2018.
Öldungaráðum er fyrst og fremst ætlað að vera formlegur vettvangur fyrir samráð við notendur um öldrunarþjónustu.
Öldungaráðum er ætlað að taka við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna.
Velferðar- og mannréttindaráð hefur falið sviðsstjóra að óska eftir tilnefningu frá Félagi eldri borgara á Akranesi og nágrenni (FEBAN) á þremur fulltrúum í öldungaráðið og óska jafnframt eftir tilnefningu á einum fulltrúa frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands – heilsugæslu í ráðið.
Bæjarstjórn mun tilnefna þrjá fulltrúa í öldungaráðið kosna af sveitarstjórn.
Auglýsing
Auglýsing