Fasteignaverð hækkaði mest á Akranesi eða um tæp tuttugu prósent á milli áranna 2017 og 2018.
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans.
Þróun fasteignaverðs í fjórum bæjum er borið saman við höfuðborgarsvæðið á þessum tíma. Bæirnir eru Akureyri, Árborg, Akranes og Reykjanesbær.
Akranes skorar hæst í þessum samanburði, með 20% hækkun,
en á höfuðborgarsvæðinu var hækkunin um 4%.
Miðað er við vegið meðaltal viðskipta með fjölbýli og sérbýli í þessum bæjum.
Fasteignaverð á Akureyri hækkaði um 13,9 prósent á tímabilinu, í Árborg um 15,1 prósent, á Akranesi 19,2 prósent og í Reykjanesbæ um 10,6 prósent. Á meðan hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 3,7 prósent.
Ef fermetraverðið er sett á vísitöluform miðað við 100 á höfuðborgarsvæðinu má sjá að verðið á Akureyri er um þrír fjórðu hlutar af verðinu á höfuðborgarsvæðinu. Verðin í hinum bæjunum er þá á bilinu 65 til 70 prósent af verðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Auglýsing
Auglýsing