Dæmi eru um að sjúkrabílar hafi bilað í forgangsakstri



Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi, segir það ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á að komist á leiðarenda með fársjúkt eða slasað fólk.

Dæmi eru um að sjúkrabílar hafi bilað í forgangsakstri með sjúkling um borð.

Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru sextán sjúkrabílar á starfssvæðinu, fjórir þeirra 26 ára gamlir.

Dæmi eru um að alvarlegar bilanir hafi átt sér stað í sjúkrabílum í miðjum forgangsakstri.

„Já því miður þá hafa bílar verið að bila og verið óökuhæfir með sjúkling um borð og við höfum orðið að senda aðra sjúkrabíla á móti til þess að ná í sjúklinganna,“ segir Gísli Björnsson,

Rætt var við Gísla í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina hér fyrir neðan.

Auglýsing



Auglýsing