Fríða í landsliðshóp U-19 ára sem keppir á La Manga á Spáni

Fríða Hall­dórs­dótt­ir leikmaður ÍA er í U-19 ára landsliði kvenna sem keppir gegn Svíþjóð, Ítalíu og Danmörku í mars.

Bergdís Fanney Einarsdóttir, leikmaður Vals og fyrrum leikmaður ÍA er einnig í hópnum.

Mótið  fer fram á La Manga á Spáni en mótið er alþjóðlegt og er hluti af undirbúningi Íslands fyrir milliriðil EM þar sem Ísland leikur gegn Rússlandi, Búlgaríu og Hollandi. Þeir leikir fara fram í byrjun apríl.

Skagamaðurinn Þórður Þórðarson er þjálfari U-19 ára landsliðs kvenna.

Leikir Íslands á La Manga eru:
Svíþjóð 1. mars
Ítalía 3. mars
Danmörk 5. mars

Hóp­ur­inn er þannig skipaður:

Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir | Breiðabliki
Hild­ur Þóra Há­kon­ar­dótt­ir | Breiðabliki
Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir | Breiðabliki
Sól­veig Jó­hann­es­dótt­ir Lar­sen | Breiðabliki
Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir | Breiðabliki
Sól­ey María Stein­ars­dótt­ir | Breiðabliki
Aníta Dögg Guðmunds­dótt­ir | FH
Katla María Þórðardótt­ir | Kefla­vík
Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir | Kefla­vík
Íris Una Þórðardótt­ir | Kefla­vík

Fríða Halldórsdóttir. Mynd/Ágústa.

Fríða Hall­dórs­dótt­ir | ÍA
Barbára Sól Gísla­dótt­ir | Sel­fossi
Eva Rut Ásþórs­dótt­ir | Vík­ingi R.
Karólína Jack | Vík­ingi R.
Berg­dís Fann­ey Ein­ars­dótt­ir | Val
Hlín Ei­ríks­dótt­ir | Val
Stef­an­ía Ragn­ars­dótt­ir | Val
Guðný Árna­dótt­ir | Val
Auður Svein­björns­dótt­ir Scheving | Val
Hulda Björg Hann­es­dótt­ir | Þór