Leitin ı Brekkubæjarskóli frumsýnir nýtt leikrit sem þú vilt ekki missa af!Stór hluti nemenda í unglingadeild Brekkubæjarskóla hefur á undanförnum vikum staðið í ströngu við æfingar á nýju leikriti sem frumsýnt verður í kvöld, föstudaginn 15. febrúar.

Leitin heitir verkið og höfundarnir eru þau Samúel Þorsteinsson og Heiðrún Hámundardóttir – en þau eru kennarar við Brekkubæjarskóla.

Leikritið er fjörugt og litríkt og stútfullt af tónlist og dansi, og hentar jafnt börnum og fullorðnum.

Eins og áður segir verður Leitin frumsýnd í kvöld 15. febrúar en aðrar sýningar eru listaða upp hér fyrir neðan

Frumsýnt verður í Bíóhöllinni föstudaginn 15. febrúar og aðrar sýningar eru listaðar upp hér fyrir neðan.

Frumsýning föstudaginn 15. febrúar kl.20:00 – UPPSELT
2. sýning laugardaginn 16. febrúar kl. 15.00
3. sýning sunnudaginn 17. febrúar kl. 15.00
4. sýning þriðjudaginn 19. febrúar kl. 18.00

Miðasala á sýningar í fullum gangi. Hægt er að panta miða á skrifstofu skólans í síma 433 1300 og borga þar ( með korti eða reiðufé ), eða mæta a.m.k. klukkutíma fyrir sýningu í Bíóhöllina og sækja pantaða miða.

Miðasala í Bíóhöllinni hefst 2 klukkutímum fyrir hverja sýningu.

Miðaverð er kr. 1.500 fyrir börn og 2.000 fyrir fullorðna

Smelltu hér fyrir Leitin á Fésbókinni: 

Smelltu hér fyrir Leitin á Instagram: 

Hér eru nokkrar myndir sem Jónas Ottósson tók á síðustu æfingu fyrir frumsýninguna.

AuglýsingAuglýsing