Skagamaðurinn Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey stóðu uppi sem sigurvegarar í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum sem fram s.l. fimmtudag.
Keppt var í Samskipahöllinni í Kópavogi.
Þetta var annað mót vetrarins í Meistaradeildinni.
Jakob Svavar Sigurðsson knapi og Júlía frá Hamarsey báru sigur úr býtum í sömu grein í Meistaradeildinni á síðasta ári og Jakob og Júlía voru í efsta sæti þegar forkeppninni var lokið en þau fengu 8,2 í einkunn.
Sex knapar af 24 komust í úrslit og eftir spennandi keppni enduðu þau Jakob Svavar og Júlía efst með 8,17 í einkunn.
Teitur Árnason og Brúney frá Grafarkoti enduðu í 2. sæti með 7,92 í einkunn og í 3.-4. sæti voru Aðalheiður Arna Guðjónsdóttir og Óskar frá Breiðstöðum og Arnar Bjarki Sigurðarson og Hrafnfaxi frá Skeggstöðum.
Nánari útlistun á úrslitum og einkunnum má finna hér.
Auglýsing
Auglýsing