Líf og fjör á Íslandsmóti í grjótglímu á Smiðjuloftinu



Það var mikið um að vera í gær á Smiðjuloftinu á Akranesi.

Þar hélt Klifurfélag ÍA – Klif-A fyrsta mót Íslandsmeistara mótaraðarinnar í grjótglímu.

Áður en Íslandsmótið hófst fór fram innanfélagsmót hjá yngstu iðkendum Klif-A. Þar sem þau sýndu foreldrum sínum og félögum færni sína á veggnum.

Rúmlega 30 keppendur voru í flokki C (12-13 ára) á Íslandsmótinu. Þar náði Sylvía Þórðardóttir frá Akranesi efsta sætinu ásamt Ásthildi Elvu Þórisdóttur frá Björkinni í Hafnarfirði.

Þrír Skagamenn enduðu í einu af efstu sætunum í drengjaflokki.  Rúnar Sigurðsson var annar á eftir Garðari Loga Börnssyni, frá Klifurfélagi Reykjavíkur.

Auglýsing



Auglýsing