Sameiginlegt lið ÍA og Skallagríms endaði í öðru sæti í A-deild Íslandsmótsins í Badminton. Keppnin var afar jöfn en þrjú lið voru jöfn í efsta sæti.
Til að knýja fram úrslit var farið í talningu á fjölda sigraðra leikja innan hverrar viðureignar. Eftir þá stærðfræðiþraut kom í ljós að lið Badmintonfélags Hafnarfjarðar stóð uppi sem Íslandsmeistari.
ÍA / UMFS lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti voru TBR – Sleggjur og TBR – Veirurnar urðu í fjórða sæti.
Hver viðureign innihélt 8 leiki sem skiptust þannig :
2 einliðaleikir karla
1 einliðaleikur kvenna
2 tvíliðaleikir karla
1 tvíliðaleikur kvenna
2 tvenndarleikir
Auglýsing
Auglýsing