Sænskur varnarmaður samdi við ÍA



Marcus Johansson mun leika með karlaliði ÍA í Pepsideildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð sem hefst í apríl.

Johansson er fæddur árið 1993 og kemur hann frá danska liðinu Silkeborg.

Johansson er varnarmaður og samdi hann til tveggja ára við ÍA. Johansson hóf ferilinn hjá Halmstad þar sem hann lék 43 leiki.

Auglýsing



Auglýsing