Arnór Sigurðsson skoraði tvö mörk í 3-1 sigri CSKA Moskva í æfingaleik gegn spænska liðinu FC Cartagena í kvöld.
Leikurinn fór fram á Spáni þar sem að CSKA liðið er við æfingar.
Ekki er leikið í rússnesku deildinni um þessar mundir vegna vetrarkulda. CSKA er þar í þriðja sæti með 30 stig eftir 17 umferðr, fjórum stigum á eftir efsta liðinu.
Hörður Björgvin Magnússon lék líka með CSKA í leiknum.
CSKA er í þriðja sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 30 stig eftir 17 umferðir. Á toppnum er Zenit með fjórum stigum meira.
Auglýsing
Auglýsing