Sjálboðaliðar fengu verðskuldað klapp á bakið á aðalfundi KFÍAEins og áður hefur komið fram hér á skagafrettir.is fór aðalfundur KFÍA fram mánudaginn 18. febrúar s.l.

Jákvæður rekstur og góð staða KFÍA var rauði þráðurinn á aðalfundinum.

Á fundinum voru einnig veittar viðurkenningar til sjálfboðaliða en Jón Gunnlaugsson bar veg og vanda að tilnefningunum að þessu sinni.

Að venju hafa margir sjálfboðaliðar lagt hönd á plóginn hjá KFÍA. Að þessu sinni fengu eftirfarandi sjálfboðaliðar viðurkenningu.

Gísli Gíslason fékk gullmerki fyrir sitt framlag til félagsins, sem stjórnarmaður og dyggur stuðningsmaður.

Ágústa Friðriksdóttir fékk heiðursviðurkenningu fyrir sitt framlag sem stjórnarmaður á Uppeldissviði og Aðalstjórn til fjölda ára og myndatöku á leikjum og viðburðum á vegum félagsins og þannig varðveitt sögu ÍA. Sigurður Þór Sigursteinsson framkvæmdastjóri KFÍA afhenti Ágústu viðurkenninguna.

Bræðurnir Einar og Kristleifur Brandssynir fengur heiðursviðurkenningu fyrir brautryðjendastarf í getraunastarfsemi ÍA um árabil og hafa stuðlað að framgangi knattspyrnunnar á Akranesi. Frá vinstri: Einar, Sigurður Þór Sigursteinsson framkvæmdastjóri KFÍA, og Kristleifur.

Sigurður Arnar Sigurðsson fékk heiðursviðurkenningu fyrir sitt framlag sem stjórnarmaður og formaður ÍA um nokkurra ára skeið og myndatöku á leikjum og viðburðum á vegum félagsins og þannig varðveitt sögu ÍA.

x

Ágústa og Sigurður Arnar.

Brandssynir, getraunakóngar ÍA, en þeir Magnús, Einar og Kristleifur

hafa unnið þrekvirki í getraunastarfi KFÍA á undanförnum misserum.

 

AuglýsingAuglýsing