Sjáðu myndbandið sem Hilmar vitavörður hefur beðið spenntur eftir„Ég er búinn að bíða eftir þessu myndbandi eins og krakki sem bíður eftir jólunum,“ skrifar Hilmar Sigvaldason vitavörður okkar Skagamanna á fésbókina um myndbandið sem er að finna í þessari frétt.

Í október á síðasta ári kom 40 manna hópur listamanna hingað á Akranes til þess að hljóðrita tónlist.

Hópurinn, sem kallar sig apartmentsessionsnyc.com kom víða við á Íslandi í heimsókn sinni.

Að sjálfsögðu var Akranesviti fyrir valinu í ferðalagi hópsins sem er frá Bandaríkjunum.

Hér má sjá afraksturinn frá heimsókn hópsins í Akranesvita.

Margir þeirra sem skipa hópinn hafa lært við hinn virta Berklee tónlistarskóla.

Skagakonurnar Brynja Valdimarsdóttir og Inga María Hjartardóttir voru hópnum til halds og trausts hér á Íslandi.

Inga María stundaði nám við Berklee í Boston og Brynja stundaði einnig tónlistarnám í Bandaríkjunum og þekkir marga úr hópnum sem kom til Íslands.

Apartmentsessionsnyc.com fór víða um landið eins og áður segir.

Þau hljóðrituðu lög m.a. í Surtshell og í kirkju á Skagaströnd.

AuglýsingAuglýsing