Áhugavert viðtal við Skagamanninn Hilmar Braga á N4



Hilmar Bragi Janusson er í ítarlegu viðtali á sjónvarpsstöðinni N4. Skagamaðurinn sem er fæddur árið 1961 er í dag forstjóri Genís á Siglufirði.

Hilmar er sonur Janusar Braga Sigurbjörnssonar og Katrínar Georgsdóttur og hann fjögur systkini eins og fram kemur í þessu viðtali sem Hilda Jana Gísladóttir tók við hann á Hótel Sigló.

Þrjú af systkinum Hilmars eru búsett á Akranesi, Georg Janusson sjúkraþjálfari, Valgerður Janusdóttir sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar og Heiðrún Janusdóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála. Heimir Janusson garðyrkjufræðingur og umsjónarmaður gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu er búsettur í Reykjavík.

Líf­tæknifyr­ir­tækið Genís þróar og fram­leiðir vör­ur úr líf­ríki sjáv­ar. Á grund­velli ára­tuga rann­sókna hóf Genís markaðssetn­ingu á fæðubót­ar­efn­inu Benecta á Íslandi.

Dr. Hilmar Bragi var lengi starfandi hjá Össuri hf. eða í tvo áratugi þar sem hann var m.a. framkvæmdastjóri vöruþróunar og rannsóknastarfs. Árið 2014 var hann ráðinn í starf sem forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs hjá Háskóla Íslands.


Auglýsing



Auglýsing