Kaka ársins 2019 fæst að sjálfsögðu í Kallabakarí – sláðu í gegn á konudaginn



Kaka ársins hefur á undanförnum árum verið í aðalhlutverki í aðdraganda konudagsins sem er sunnudaginn 24. febrúar.

Í ár verður engin undantekning á því. Kaka ársins 2019 verður að sjálfsögðu til sölu í Kallabakarí á Akranesi fyrir þá sem vilja gleðja sína nánustu á konudaginn.

Sig­urður Már Guðjóns­son, bak­ara­meist­ari og eig­andi Bern­höfts­baka­rís er höfundur köku ársins 2019 en hann varði titilinn frá því í fyrra á þessu sviði.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra Íslands, fékk fyrstu köku ársins 2019 afhenta með formlegum hætti s.l. þriðjudag.

„Kak­an er æðis­leg, fal­leg, létt og góð, svo ég held hún muni falla mjög vel í kramið hjá land­an­um,“ seg­ir Jó­hann­es Felix­son, bet­ur þekkt­ur sem Jói Fel, formaður Lands­sam­bands bak­ara­meist­ara.

Keppn­in um köku árs­ins fer þannig fram að kepp­end­ur skila inn til­bún­um kök­um sem dóm­ar­ar meta og velja úr þá sem þykir sam­eina þá kosti að vera bragðgóð, fal­leg og lík­leg til að falla sem flest­um í geð.

Hér má sjá lista yfir verðlaunakökurnar frá árinu 2003:

Dóm­ar­ar að þessu sinni voru þau Berg­lind Ester Guðjóns­dótt­ir frá Sam­tök­um iðnaðar­ins, Gunn­ar Örn Gunn­ars­son og Ingi­björg Ólafs­dótt­ir frá Ölgerðinni.

Keppn­in er hald­in í sam­starfi við Ölgerðina og eru gerðar kröf­ur um að kak­an innihaldi beiskt marsip­an og app­el­sínutröf­fel frá Od­en­se.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig kaka ársins 2019 verður til í Kallabakarí.

 

View this post on Instagram

 

Hverjir eru spenntir að smakka köku ársins ? 👌🏼🤩

A post shared by Kallabakarí (@kallabakari) on

 

Auglýsing



Auglýsing