Stór stund hjá FIMA – meistaraflokkur keppir í beinni á RÚV



Á sunnudaginn verður stór stund hjá Fimleikafélagi Akraness þegar meistaraflokkur FIMA keppir á WOW bikarmótinu á Selfossi.

Það verður í fyrsta sinn sem FIMA er með lið í keppni í A-deild meistaraflokki í hópfimleikum.

Keppnishópurinn er fjölmennur og á öllum aldri. Elsti keppandinn hjá ÍA er 22 ára og sá yngsti 15 ára.

Liðsmenn ÍA hafa lagt mikið á sig til þess að komast í A-deildina. Skagamenn nær og fjær geta fylgst með gangi mála í beinni útsendingu á RÚV.

Sýnt verður frá mótinu í sjónvarpi allra landsmanna og hefst útsendingin kl. 16.00 þar sem besta fimleikafólk landsins keppir um bikarmeistaratitilinn í hópfimleikum.

 

 

Auglýsing



Auglýsing