„David Bowie veggurinn“ hans „Bjössa Lú“ vekur heimsathygli



Minningarveggur um David Bowie vekur ávallt athygli ferðamanna á Akranesi en veggurinn á húsgafli við Kirkjubraut 8 – sem er í miðbæ Akra­ness og hýsti eitt sinn lög­reglu­stöð og veit­inga­hús.

Björn Lúðvíksson og Halldór Randver Lárusson eiga heiðurinn af veggnum sem fjölmargir hafa myndað sig við og hróður hans hefur borist víða um lönd og þar með Akranes líka.

Umfjöllun um vegginn verður í næsta tölublaði David Bowie Glamour Magazine, sem er stærsta aðdáendablað um David Bowie í heiminum.

Björn fékk hug­mynd­ina að veggn­um í kjöl­far and­láts Bowies. Þá er farið að gera slíka minn­ing­ar­veggi víða um heim en sá fræg­asti er í Brixt­on í London þar sem Bowie ólst upp.

„Það hafði verið að brjót­ast um í mér að gera slík­an vegg á Íslandi og af því að ég er á Akra­nesi ákvað ég bara að hafa hann þar. Ég hafði sam­band við einn góðan Bowie-vin minn sem er graf­ísk­ur hönnuður, Hall­dór Rand­ver Lárus­son, og spurði hvort hann væri til í að hjálpa mér við að út­færa þetta. Við sett­um mynd­irn­ar á glæru og vörpuðum á vegg­inn og teiknuðum,“ segir Björn í viðtali við mbl.is.

Hér má sjá Björn Thoroddsen taka lagið fyrir framan David Bowie vegginn.

 

Auglýsing



Auglýsing