Glæsilegt safn af Porsche bílum við Akranesvitann



Í september árið 2017 mætti fjölmenni á Akranes til þess að taka upp auglýsingu eða umfjöllun um Porsche bifreiðar.

Íslenski Porsche klúbburinn mætti á svæðið með helstu skrautfjaðrir Porsche safnsins á Íslandi.

Akranesvitinn var notaður sem bakgrunnur í þessari umfjöllun sem var á vegum þýska Porsche tímaritsins 911-magazine.porsche.com

Elsti Porsche gripurinn í þessu sjö bíla safni er frá árinu 1963 og segir sagan að hægt sé að selja slíkt eintaka á 50 milljónir kr. Hilmar Sigvaldason var með puttan á púlsinum á frídegi sínum í Akranesvitanum og tók skemmtilegar myndir og myndbrot af heimsókninni.

Hilmar bauð hinn eina sanna #4sale Opel eintakið sitt í skiptum fyrir Porsche bifreiða á staðnum en fékk víst dræmar undirtektir – þrátt fyrir að Opelinn sé einnig þýskur, station og með dráttarkrók.

Auglýsing



Auglýsing