Skoðanakönnun: Náttúrulegt gras eða gervigras?



Mörg félagslið á Íslandi hafa sett gervigras á aðalvelli sína á undanförnum árum. Má þar nefna Val, Stjörnuna og Breiðablik í Kópavogi fær gervigras á sinn aðalvöll næsta sumar.

Skiptar skoðanir eru um þessa þróun. Hér á Akranesi hefur sú hugmynd komið fram að setja ætti gervigras á Norðurálsvöllinn – og fljóðljós til þess að auka nýtinguna á svæðinu.

Ef þú hefur skoðun á þessu taktu þátt í þessari laufléttu skoðanakönnun. Fyrst var fjallað um þetta mál á Skagafréttir í janúar 2019 og á þeim tíma var þessi skoðanakönnun sett í loftið.

Frá þeim tíma hafa rúmlega 1000 tekið þátt og náttúrulegt gras með um 60% fylgi.

Hvernig sérðu framtíðina á Norðurálsvelli / Akranesvelli?

 

 

 

Auglýsing



Auglýsing