Leikmenn ÍA náðu góðum árangri á fjölmennu LandsbankamótiÞað var mikið um að vera í íþróttahúsinu við Vesturgötu um s.l. helgi þar sem að rúmlega 120 keppendur tóku þátt á Landsbankamótinu í badminton.

Keppendur komu frá fimm félögum, ÍA, BH, Hamri, TBR, UMFA og UMFS.

Keppt var í ýmsum aldursflokkum 19 ára og yngri, en samstarfsaðilar ÍA á þessu móti voru Landsbankinn, RSL og Skagaverk.

Leikmenn úr röðum ÍA náðu fínum árangri og þar má nefna að Brynjar Már Ellertsson úr ÍA varð þrefaldur meistari í U-19 ára flokki.  Davíð Örn Harðarson úr ÍA var í sigurliðinu með Brynjari í tvíliðaleiknum.

María Rún Ellertsdóttir ÍA sigraði í tvíliðaleik U-15 ára ásamt Margréti Guangbing Hu úr Hamri Hveragerði.

Arnar Freyr Fannarsson og Viktor Freyr Ólafsson úr ÍA fengu silfur í tvíliðaleik í U-13 ára flokknum og Arnar Freyr varð einnig annar í einliðaleiknum.

Máni Berg Ellertsson úr ÍA sigraði í tvenndarleik í U-13 ára með Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur úr BH.

Sóley Birta Grímsdóttir úr ÍA varð önnur í einliðaleik í U-13 ára flokknum.

Þess má geta að Brynjar Már, María Rún og Máni Berg eru systkini.

Úrslit og verðlaunamyndir eru hér fyrir neðan.

Keppendur í flokknum 11 ára og yngri voru hressir eins og sjá má þessari mynd.

Tvíliðaleikur U15
1. sæti Jón Sverrir Árnason og Guðmundur Adam Gígja BH
2. sæti Eiríkur Tumi Briem og Daníel Máni Einarsson TBR

Tvenndarleikur U17
1. sæti Sigurður Patrik Fjalarsson og Karolina Prus TBR
2. sæti Björk Orradóttir og Tómas Sigurðarson TBR

Tvenndarleikur U15
1. sæti Eiríkur Tumi Briem og Sigurbjörg Árnadóttir TBR
2. sæti Lilja Bu og Einar Óli Guðbjörnsson TBR

Einliðaleikur U15
1. sæti Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH
2. sæti Eiríkur Tumi Briem TBR

Einliðaleikur U17
1. sæti Gústav Nilsson TBR
2. sæti Tómas Sigurðarson TBR

Tvíliðaleikur U17
1. sæti Tómas Sigurðarson og Sigurður Patrik Fjalarsson TBR
2. sæti Gústav Nilsson og Stefán Árni Arnarsson TBR

Einliðaleikur U17
1. sæti Lilja Bu TBR
2. sæti Karolina Prus TBR

Einliðaleikur U19
1. sæti Halla María Gústafsdóttir BH
2. sæti Björk Orradóttir TBR

Einliðaleikur U19
1. sæti Brynjar Már Ellertsson ÍA
2. sæti Andri Broddason TBR

Tvíliðaleikur U15
1. sæti María Rún Ellertsdóttir ÍA og Margrét Guangbing Hu Hamar
2. sæti Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir TBR

Tvíliðaleikur U17
1. sæti Karolina Prus og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR
2. sæti Natalía Ósk Óðinsdóttir og Karitas Perla Elídóttir BH

Einliðaleikur U15
1. sæti Margrét Guangbing Hu Hamar
2. sæti Brynja Lóa Bjarnþórsdóttir UMFA

Tvenndarleikur U19
1. sæti Halla María Gústafsdóttir BH og Brynjar Már Ellertsson ÍA
2. sæti Una Hrund Örvar og Daníel Ísak Steinarsson BH

Tvíliðaleikur U19
1. sæti Una Hrund Örvar og Halla María Gústafsdóttir BH
2. sæti Eva Margit Atladóttir og Björk Orradóttir TBR

Tvíliðaleikur U19
1. sæti Brynjar Már Ellertsson og Davíð Örn Harðarson ÍA
2. sæti Andri Broddason TBR og Daníel Ísak Steinarsson BH

Tvíliðaleikur U13
1. sæti Funi Hrafn Eliasen og Ari Páll Egilsson TBR
2. sæti Arnar Freyr Fannarsson og Viktor Freyr Ólafsson ÍA

Einliðaleikur U13
1. sæti Ari Páll Egilsson TBR
2. sæti Arnar Freyr Fannarsson ÍA

Tvenndarleikur U13
1. sæti Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH og Máni Berg Ellertsson ÍA
2. sæti Lena Rut Gígja og Birkir Darri Nökkvason BH

Einliðaleikur U13
1. sæti Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH
2. sæti Sóley Birta Grímsdóttir ÍA

Tvíliðaleikur U13
1. sæti Halla Stella Sveinbjörnsdóttir og Katla Sól Arnarsdóttir BH
2. sæti Birgitta Valý Ragnarsdóttir og Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR

Einliðaleikur U11
1. sæti Erik Valur Kjartansson BH
2. sæti Úlfur Þórhallsson Hamar

Einliðaleikur U11

1. sæti Katla Sól Arnarsdóttir BH
2. sæti Eva Viktoría Vopnadóttir BH

AuglýsingAuglýsing