Gonzalo með þrennu í stórsigri ÍA gegn Stjörnunni



Gonzalo Zamorano skoraði þrennnu í 6-0 stórsigri ÍA gegn Stjörnunni í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Með sigrinum tyllti ÍA sér í efsta sæti riðilsins.

Yfirburðir ÍA voru miklir í leiknum og staðan var 3-0 í hálfleik Zamorano (14.) og Þórður Þ. Þórðarson (42.) skoruðu mörk ÍA en annað mark var sjálfsmark Stjörnumanna á 30. mínútu.

Viktor Jónsson skoraði á 64. mínútu og spænski framherjinn Zamorano bætti við tveimur mörkum á síðustu mínútum leiksins.

Eins og áður segir voru yfirburðir ÍA miklir í leiknum gegn bikarmeistaraliði Stjörnunnar.

Næsti leikur ÍA er gegn Þór Akureyri í Akraneshöllinni n.k. föstudag, 1. mars. kl. 20.00.


 

 

 

 

Auglýsing



Auglýsing