Leikritið Leitin sem nemendur í Brekkubæjarskóla hefur sýnt fyrir fullu húsi í Bíhöllinni hefur svo sannarlega slegið í gegn. Uppselt hefur verið á allar sýningarnar fram til þessa.
Allra síðasta sýningin á Leitinni verður fimmtudaginn 28. febrúar kl. 18.00
Leitin er eftir Samúel Þorsteinsson og Heiðrún Hámundardóttir – en þau eru kennarar við Brekkubæjarskóla.
Leikritið er fjörugt og litríkt og stútfullt af tónlist og dansi, og hentar jafnt börnum og fullorðnum.
Hægt er að panta miða á skrifstofu skólans í síma 433 1300 og borga þar ( með korti eða reiðufé ), eða mæta a.m.k. klukkutíma fyrir sýningu í Bíóhöllina og sækja pantaða miða.
Miðasala í Bíóhöllinni hefst 2 klukkutímum fyrir hverja sýningu.
Miðaverð er kr. 1.500 fyrir börn og 2.000 fyrir fullorðna
Smelltu hér fyrir Leitin á Fésbókinni:
Smelltu hér fyrir Leitin á Instagram:
Hér eru nokkrar myndir sem Jónas Ottósson tók á síðustu æfingu fyrir frumsýninguna.
Auglýsing
Auglýsing