Viðtal við Jón Þór fyrir stóra leikinn gegn KanadaJón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, fær verðugt verkefni í dag í fyrsta leik Íslands á Algarve-bikarnum í Portúga. Ísland mætir einu sterkasta liði heims, Kanada, en þetta er í 15. skipti sem Ísland tekur þátt á þessu móti.

Leikurinn hefst kl. 12:15 að íslenskum tíma. Ísland hefur aðeins einu sinni áður mætt Kanada í landsleik áður. Árið 2016 á Algarve-bikarnum og þar hafði Kanada betur, 1-0.

Ísland leikur tvo leiki í riðlakeppninni á þessu móti, en þrjú lið eru í hverjum riðli og er næsti leikur gegn Skotlandi á mánudaginn.

Hér fyrir neðan er viðtal við Skagamanninn Jón Þór Hauksson sem birt var á fésbókarsíðu KSÍ.

 

AuglýsingAuglýsing