Íslensk kona í Sviss skipuleggur innkaupaferðir á Skagann!



„Alltaf yndislegt að koma á Akranes,“ skrifar Þóra Margrét Þorgeirsdóttir á fésbókarsíðuna Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu.

Margrét er hæstánægð með Matarbúr Kaju á Akranesi sem er að hennar sögn eina búðin á Íslandi sem býður upp á áfyllingar með þurrvörur.

Þóra Margrét og fjölskylda hennar leggja sitt af mörkum til umhverfismála með því að minnka heimilissorp og draga úr ferðum í endurvinnsluna. Þóra Margrét býr í Sviss en hún ætlar sér að koma reglulega á Akranes í innkaupaleiðangra þegar fjölskyldan flytur á ný til landsins í sumar.

Þóra á ættir að rekja á Akranes en faðir hennar er Þorgeir Magnússon og bræður hans eru tvíburarnir Snorri og Viðar.

„Þegar við flytjum til Íslands í sumar sé ég fyrir mér að ég muni fara í innkaupaferð á Skagann með nokkrum öðrum í bíl, t.d. á 4-6 vikna fresti, og tvinni ferðina við skemmtilega samverustund með vinum og ættingjum. Það væri hægt að fara í sund, göngu upp á Akrafjall, borða á kaffihúsinu, rölta um bæinn, fara út í fjöru og margt fleira skemmtilegt.“

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/10/nyjar-vorur-fra-matarburi-kaju-vekja-mikla-athygli/

 

 

Auglýsing



Auglýsing