Myndasyrpa: „Spæleggið“ malbikað í hitabylgjunni á SkaganumÞað er ekki algengt að malbikunaframkvæmdir fari fram í lok febrúar á Akranesi – en það viðraði vel til malbikunarframkvæmda í dag í „hitabylgjunni“ sem nú gengur yfir Ísland í lok febrúar.

Nú sér fyrir endann á framkvæmdum við Kalmanstorg á Akranesi – en það er hringtorgið á gatnamótum Esjubrautar, Kalmansbrautar og Akranesvegar.

Skagamenn komu við sögu í þessum framkvæmdum en Halldór Bragi Sigurðsson bar ábyrgð á því að valta út malbikið á valtaranum sem hann stýrði í dag.
„Dóri Sig“ er að sjálfsögðu nátengdur ritstjórn Skagafrétta en hann er bróðir Þórólfs Ævars Sigurðssonar – yfirmanns dægurmáladeildar Skagafrétta.

Skagamenn hafa yfirleitt kallað þetta hringtorg „spæleggið“ og líklega verður engin breyting á því.

Hitastigið við „spæleggið“ var það hátt að spæla hefði mátt egg á malbikinu sem lagt var á hringtorgið í dag.

Framkvæmdir á þessu svæði hófust í október á síðasta ári. Samhliða endurbótunum unnu Veitur að endurbótum á  hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og rafveitu á svæðinu.

 

AuglýsingAuglýsing