Valdís Þóra keppir á mótaröð þeirra bestu í ÁstralíuÍþróttamaður Akraness 2018, Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni er við keppni á LET Evrópumótaröðinni þessa dagana. Mótið sem Valdís hóf keppni á í gær í Ástralíu heitir ActewAGL Canberra Classic.

Mótið er sameiginlegt verkefni sterkustu mótaraðar Evrópu og atvinnumótaraðarinnar í Ástralíu.

Mótið fer fram rétt við höfuðborg Ástralíu á hinum þekkta velli Royal Canberra.

Staðan er uppfærð hér.

Valdís Þóra lék á +2 á fyrsta hringnum. Hún lék fyrri 9 holurnar á pari þar sem hún fékk tvo fugla (-1) og tvo skolla (+1). Á síðari 9 holunum fékk Valdís einn skramba (+2), einn skolla (+1) og einn fugl (-1).

 

 

AuglýsingAuglýsing