Skagamenn halda áfram að raða inn mörkunum – skoruðu fjögur gegn Þór



Skagamenn halda áfram að skora mörkin í Lengjubikarkeppninni í knattspyrnu karla. ÍA mætti Þór frá Akureyri í Akraneshöllinni í gær og endaði leikurinn 4-1 fyrir ÍA.

Þetta var þriðji sigurleikur ÍA í keppinni og liðið hefur skorað alls 12 mörk í þessum þremur leikjum og er í efsta sæti riðilsins.

Mörk ÍA skoruðu: Tryggvi Hrafn Haraldsson (8.), Viktor Jónsson (26.), Albert Hafsteinsson (79.),

Þórður Þorsteinn Þórðarson (93. / vítaspyrna).

Jónas Björgvin Sigurbergsson  skoraði mark Þórs á 76. mínútu og minnkaði þar með muninn í eitt mark í stöðunni 2-1.

Næsti leikur ÍA í þessari keppni er um næstu helgi gegn Grindavík.

Leikurinn var sýndur á ÍA TV og er hægt að horfa á leikinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Auglýsing



Auglýsing