Land undir reiðskemmu keypt við Æðarodda / Miðvog



Bæjarráð hefur samþykkt að kaupa land við Æðarodda/Miðvog fyrir um 8 milljónir kr.

Um er að ræða land sem var í eigu Þorgeirs og Helga/Smellinn/BM Vallá.

Akraneskaupstaður og Hestamannafélagið Dreyri skrifuðu í maí árið 2018  undir viljayfirlýsingu um byggingu á reiðskemmu sem staðsett verður við Æðarodda.

Landið sem Akraneskaupstaður var að kaupa verður notað að hluta til fyrir byggingu reiðskemmunnar.

Mannvirkið sem um ræðir verður alls 1.125 m2 að stærð, á einni hæð og ætlað til iðkunar hestaíþrótta, þ.e. þjálfunar, kennslu og keppni. Til samanburðar þá er gólfflötur íþróttahússins við Vesturgötu 20×40 metrar eða 800 fermetrar.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/05/24/dreyri-faer-langthrada-reidskemmu-a-aedarodda/

Auglýsing



Auglýsing