Hafliða dæmdar milljónabætur vegna ólögmætrar uppsagnarSkagamaðurinn Hafliði Guðjónsson, fyrrum aðstoðarskólastjóri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, fær 4,5 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu þann 1. mars s.l.

Hér má lesa dóminn í heild sinni. 

Hafliði fær bæturnar vegna fjártjóns sem hann varð fyrir í kjölfar ólögmætrar uppsagnar úr starfi aðstoðarskólameistara FVA.

Hafliða var vikið úr tímabundnu starfi aðstoðarskólameistara við FV og í kjölfarið einnig úr fyrra starfi sem kennari við skólann. Í málinu krafðist Hafliði bóta, sem námu launum og launatengdum greiðslum hans sem aðstoðarskólameistara út fimm ára ráðningartíma, skaðabóta vegna uppsagnar úr kennarastarfi og miskabóta.

Fallist var á með héraðsdómi að ákvæði ráðningarsamnings um eins mánaðar uppsagnarfrest á reynslutíma ætti ekki við um tímabundna ráðningu Hafliða. Þá var fallist á með héraðsdómi að uppsögn Hafliða sem aðstoðarskólameistara hefði verið ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt ákvæða laga nr. 70/1996 um skriflega áminningu.

Landsréttur taldi það sama eiga við um fyrirvaralausa brottvikningu H úr starfi sem kennari við skólann. Í samræmi við dómaframkvæmd var Hafliði talinn eiga rétt á bótum fyrir fjártjón og miska að álitum. Voru Hafliða dæmdar 4.000.000 króna í skaðabætur og 500.000 krónur í miskabætur.

AuglýsingAuglýsing