Jakob sigraði í fimmgangi annað árið í röð í Meistaradeildinni



Skagamaðurinn Jakob S. Sigurðsson og Skýr frá Skálakoti sigruðu fimmganginn annað árið í röð í Meistaradeildinni í hestamennsku  sem fram fór s.l. föstudag.

Keppnin var afar spennandi og munaði aðeins 0,03 stigum á fyrsta og öðru sætinu.

Jakob er efstur í einstaklingskeppninni í Meistaradeildinni með 32 stig en þar á eftir kemur Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með 21 stig og í því þriðja er Árni Björn Pálsson með 18,5 stig.

1. Jakob Svavar Sigurðsson Skýr frá Skálakoti Lífland 7.48
2. Olil Amble, liðsstjóri Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan 7.45
3. Teitur Árnason Sjóður frá Kirkjubæ Top Reiter 7.38
4. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Brimnir frá Efri-Fitjum Ganghestar / Margrétarhof 7.31
5. Hinrik Bragason Byr frá Borgarnesi Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 7.19
6. Ragnhildur Haraldsdóttir Þróttur frá Tungu Ganghestar / Margrétarhof 5.81

 

Auglýsing



Auglýsing