Kór Akraneskirkju verður með tónleika í Guðríðarkirkju fimmtudaginn 14. mars. Þar ætlar kórinn að kynna geisladiskinn Þýtur í stráum sem kom út í desember s.l.
Á diskinum má finna úrval kórlaga sem kórinn hefur flutt í gegnum tíðina.
Textar eru á íslensku og má finna ljóð og þýðingar eftir Akurnesingana Guðmund Kristjánsson, Halldór Hallgrímsson, Jón Gunnar Axelsson, Jónínu Björgu Magnúsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur.
Píanó: Viðar Guðmundsson
Kontrabassi: Jón Rafnsson
Fiðla: Kristín Sigurjónsdóttir
Gítar: Eyjólfur Rúnar Stefánsson
Einsöngur: Halldór Hallgrímsson
Stjórnandi: Sveinn Arnar Sæmundsson
Aðgangseyrir kr. 2.500
Auglýsing
Auglýsing