Veltingur í vinnunni – svona er staðan í brúnni á Bjarna ÓlafssyniÞað gengur á ýmsu á hafinu hjá sjómönnum eins og sjá má í þessu myndbandi sem Gísli Gíslason birtir á fésbókinni.

Myndbandið er tekið úr stýrishúsi Bjarna Ólafssonar sem er á kolmunnaveiðum.

Eins og sjá má er veðrið ekki gott og bræla á miðunum.

Kolmunni er ein af 10 mest veiddu fisktegundum í heimi.

Stofninn er mjög stór og er í Norðaustur-Atlantshafi aðallega veiddur í flotvörpu.

Bjarni Ólafsson AK 70 hét áður Fiskeskjer frá samnefndri útgerð í Noregi. Skipið var smíðað í Noregi 1999 og er 67,40 metrar á lengd og 13 metra breitt. Aðbúnaður um borð er mjög góður og skipið er búið fullkomnustu tækjum, m..a. fullkominni RVS kælingu.

Gamli Bjarni Ólafsson var byggður í Noregi 1978 og bar þá nafnið Libas. Útgerðin á Akranesi keypti skipið 1998 og reyndist það mjög vel, en er komið hátt á fertugsaldurinn. Flestir skipverjarnir hafa verið hjá fyrirtækinu í 15-35 ár.
Skipstjórar á Bjarna Ólafssyni eru þeir bræður Gísli og Runólfur, synir Runólfs Hallfreðssonar heitins og Ragnheiðar Gísladóttur.

Þegar Síldarvinnslan og SR-mjöl runnu saman í eitt fyrirtæki undir merkjum Síldarvinnslunnar árið 2003 fylgdu ýmis hlutdeildarfyrirtæki SR-mjöls með. Eitt þessara fyrirtækja var Runólfur Hallfreðsson ehf. og síðan má segja að Bjarni Ólafsson hafi átt sína aðra heimahöfn í Neskaupstað.

AuglýsingAuglýsing