Annar sigurleikur Íslands undir stjórn Jóns ÞórsSkagamaðurinn Jón Þór Hauksson náði að landa góðum 4-1 sigri í dag í Algarve-bikarnum með íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu.

Ísland lagði Portúgal 4-1 í leik um 9. sætið á mótinu. Þetta er annar sigurleikur Íslands undir stjórn Jóns Þórs.

Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Kanada í fyrsta leiknum en tapaði illa gegn Skotum 4-1 í lokaleik riðlakeppninnar.

Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði Íslands í öllum þremur leikjunum á þessu móti – en hún er leikmaður Vals en ólst upp á Akranesi og lék með ÍA upp alla yngri flokkana og í mfl.

Jón Þór hefur stýrt A-landsliði kvenna í fjórum leikjum frá því hann tók við sem þjálfari. Niðurstaðan eru tveir sigrar,  eitt jafntefli, og eitt tap.

AuglýsingAuglýsing