Áhugaverður kynningarfundur er á dagskrá Gamla salnum í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fimmtudaginn 7. mars 2019. Fundurinn hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 11:30.
Þar munu allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt, sem telur yfir 500 námsleiðir. Nemendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum og allir velkomnir.

Þessi kynning er „minni útgáfan“ af Háskóladeginum 2019 sem fór fram um s.l. helgi
Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð sem í boði er á Íslandi
Auglýsing
Auglýsing