Fjórir Skagamenn í U-17 ára landsliði KSÍ sem keppir í undankeppni EM



Fjórir leikmenn frá Akranesi eru í lokahóp U17 ára landsliðs karla sem keppir fyrir Ísland í undankeppni EM 2020.

Þeir eru Hákon Arnar Haraldsson (ÍA), Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA), Ísak Bergmann Jóhannesson (Norrköping) og Oliver Stefánsson (Norrköping).

Hákon er fæddur árið 2003 líkt og Ísak Bergmann en Oliver er fæddur árið 2002. Þeir tveir síðastnefndu leika sem atvinnumenn hjá Norrköping í Svíþjóð. Jón Gísli er fæddur árið 2002 en hann gekk til liðs við ÍA frá liði Tindastóls á Sauðárkróki í vetur.

Davíð Snorri Jónasson, er þjálfari U17 landsliðs karla. Keppt verður í Þýskalandi dagana 20.-26. mars. Í riðlinum ásamt Íslandi eru Þýskaland, Slóvenía og Hvíta Rússland.

Tvö efstu lið riðilsins fara áfram í lokakeppnina sem fer fram á Írland 3.-19. maí næstkomandi.

U17 ára lið karla komst síðast í lokakeppni EM árið 2012, en endaði í neðsta sæti riðilsins á eftir Þýskalandi, Georgíu og Frakklandi.

Hákon Arnar og Ísak Bergmann
Frá úrtaksmóti KSÍ. Oliver Stefánsson.

Auglýsing



Auglýsing