Íris og Ísabella stóðu uppi sem sigurvegarar í árlegri keppni á öskudeginum hjá Blikksmiðju Guðmundar.
Íris og Ísabell skrifuðu nýjan kafla í þessa skemmtilegu keppni því þetta er í fyrsta sinn sem sömu aðilarnir sigra í báðum keppnunum hjá fyrirtækinu.
Að mati dómnefndar Blikksmiðju Guðmundar voru þær Íris og Ísabell í flottustu heimagerðu búningunum og þær sungu að sjálfsögðu um Svala – lag sem var vel æft og sló í gegn hjá dómnefndinni.
Þær fengu því tvenn verðlaun, fyrir búninginn og sönginn.
Íris og Ísabella fara væntanlega fljótlega og gera sér glaðan dag í pizzuveislu á veitingastaðnum Galito.
Það eru einnig töluverðar líkur á því að þær panti sér Svala með pizzunni ef marka má aðdáun þeirra á drykknum.
Starfsmenn Blikksmiðju Guðmundar hafa frá árinu 2014 lagt mikla vinnu í að taka á móti börnum á öskudeginum.
Hér fyrir neðan eru myndir frá öskudeginum frá Blikksmiðju Guðmundar – þeir voru ekki lengi að „redda þessu“ fyrir skagafrettir.is.
Auglýsing
Auglýsing