Það er nóg um að vera hjá knattspyrnuliðum ÍA í dag – og stuðningsmenn geta fylgst með gangi mála í beinni útsendingu á Youtube. Báðir leikirnir hefjast kl. 16.00 í dag,
ÍA mætir liði Grindavíkur í Lengjubikarkeppni karla í dag og hefst leikurinn kl. 16.00 í Akraneshöll.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á ÍATV og er hægt að fylgjast með því að smella á myndina hér fyrir neðan.
ÍA er í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Grindavík er í öðru sæti.
Kvennalið ÍA mætir liði Keflavíkur á útivelli í Reykjaneshöllinni. Leikurinn verður í beinni á Youtube og er hægt að smella á myndina hér fyrir neðan til að horfa á leikinn.
ÍA hefur leikið tvo leiki í keppninni og tapað þeim báðum. Lið Keflavíkur er með einn sigur og eitt tap í riðlinum.
Auglýsing
Auglýsing