Vök er með sterka Skagatengingu – sjáðu flutning þeirra á RÚVHljómsveitin Vök hefur vakið verðskuldaða athygli á undanförnum árum – eða allt frá árinu 2013 þegar Vök sigraði í Músíktilraunum. Margrét Rán Magnúsardóttir og Ólafur Alexander Ólafsson eru í Vök og þau eiga bæði ættir að rekja á Akranes.

Í byrjun árs 2017 skrifaði Vök undir samning við alþjóðlega útgáfufyrirtækið Nettwerk Music Group og sagði Margrét Rán við skagafrettir.is á þeim tíma að samningurinn gæfi hljómsveitinni tækifæri til þess að dreifa tónlistinni, stækka hlustendahópinn, tengslanetið og auðveldi þeim að starfa sem hljómsveit.

Vök var gestur þættinum Vikunni með Gísla Marteini s.l. föstudagskvöld og vakti flutningur þeirra mikla athygli.

 

Ættartréð: 
Margrét Rán: Foreldrar hennar eru Jóna Guðrún Guðmundsdóttir og Magnús Valþórsson. Jóna Guðrún er fædd á Akranesi og er dóttir þeirra Guðmundar Hannessonar vélstjóra og Margrétar Gunnarsdóttur.

Ólafur Alexander: Foreldrar hans eru Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður og Stella María Arinbjargardóttir,

sem eru bæði frá Akranesi og eru búsett á Skaganum.

Hljómsveitin Vök er þannig skipuð:
Margrét Rán – Singer / guitar / keyboard
Andri Már – Saxophone / Apc
Ólafur Alexander – Guitar / Bass
Einar Stef – Drums

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/02/25/hljomsveitin-vok-med-stort-skagahjarta/?fbclid=IwAR0ZHAta1vcnY2A695-vf8_kw4A7N5NeRxZAE5xR_Qo_B9jQBbMZeUTFc8s

AuglýsingAuglýsing