Mikil vöntun á neyðarblóði – Skagamenn eru hvattir til að gefa blóð



„Ég hvet Skagamenn og nærsveitunga til að gefa blóð. Það hefur verið sérstaklega mikil vöntun á 0 mínus blóði (neyðarblóði) í langan tíma en einnig vantar blóð í öllum flokkum,“ skrifar Guðmundur Bjarki Halldórsson starfsmaður HVE á fésbókina.

Blóðbankarútan verður við stjórnsýsluhúsið á Akranesi á morgun, þriðjudaginn 12. mars kl. 10-17.

„Ef þið eruð ekki viss hvort þið megið gefa blóð, þá er bara um að gera að gefa sig á tal við starfsmenn bílsins og fá upplýsingar. Þetta er frábær leið til að láta gott af sér leiða,“ bætir Guðmundur Bjarki við.

Auglýsing



Auglýsing