Hákon Arnar og Ingi Þór keppa fyrir Ísland í Króatíu

Það verður nóg um að vera hjá ungum knattspyrnuleikmönnum úr ÍA í landsliðsverkefnum hjá yngri liðum Knattspyrnusambands Íslands.

Hákon Arnar Haraldsson og Ingi Þór Sigurðsson voru valdir í U-16 ára landsliðshóp Íslands sem keppir á móti í Króatíu í apríl. Mótið heitir UEFA Development Tournament og er Davíð Snorri Jónasson þjálfari.

Hákon Arnar er hér til vinstri en hann er einnig í U-17 ára landsliðinu ásamt þremur öðrum leikmönnum úr ÍA sem keppa í undankeppni EM 2020. Ingi Þór er til hægri en hann er fæddur árið 2004 en Hákon er fæddur árið 2003.

Sjá frétt hér fyrir neðan.

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/03/06/fjorir-skagamenn-i-u-17-ara-landslidi-ksi-sem-keppir-i-undankeppni-em/

AuglýsingAuglýsing