Loftslagsverkfall er boðað á Akranesi föstudaginn 15. mars og hefst það kl. 12.00.
Loftslagsverkfallið eða Strike for Climate fer fram á rúmlega 1.300 stöðum víðsvegar um veröldina eða í rétt um 100 mismunandi löndum.
Landssamtök íslenskra stúdenta boða til mótmælanna og fram kemur að þau verði alla föstudaga.
Verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar hefur vakið mikla athygli.
Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, meðal annars í Belgíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Svíþjóð.
Það er engin pláneta B!
Það er löngu kominn tími á aðgerðir.
Við höfum ekki tíma til að bíða, breytingar strax!
Hvetjum sem flesta til að koma með mótmælaspjöld og baráttuandann!
Auglýsing
Auglýsing