Guðlaugin opnuð upp á gátt – stóraukin þjónusta og lengri opnunartímiGuðlaugin við Langasand hefur slegið í gegn. Líklega hafa um 3000 gestir nýtt sér laugina frá opnun hennar.

Bæjarráð samþykkti í dag að stórauka opnuartíma Guðlaugar. Stefnt er að því að bæta aðstöðu og aðgengi á svæðinu enn frekar.

Akraneskaupstaður hefur unnið markvisst að því að bæta úr aðstöðu við laugina sem fer að vera sýnileg eftir því sem líður á vorið þegar nýtt hús kemur með salernum, betra aðgengi tryggt frá laug og á Langasand svo fátt eitt sem nefnt.

Bæjarráð Akraness hefur ákveðið eftirfarandi opnunartíma

Vetraropnun frá 1. september til 30 apríl:
Miðviku- og föstudaga frá kl. 16-20, laugardaga frá kl. 10-16 og sunnudaga frá kl. 12-18.

Sumaropnun frá 1. maí til 31. ágúst
Opið alla daga frá kl. 12-20 fyrir utan miðviku- og laugardaga þá er opið frá kl. 10-18.

 

AuglýsingAuglýsing