Írskir vetrardagar hófust í dag á Akranesi – spennandi dagskráÍrskir vetrardagar hófust í dag á Akranesi og standa yfir 14.-17. mars.

Dagskráin er fjölbreytt að venju og úr mörgu að velja.

Fimmtudagurinn 14. mars

• Göngutúr með starfsfólki Landmælinga Íslands.
Mæting við aðalinngang íþróttahúsins, Vesturgötu og gengið með strandlengjunni niður að vita kl. 17:30

• Nótutónleikar Tónlistarskólans á Akranesi í Tónbergi.
Nemendur skólans flytja fjölbreytta efnisskrá fyrir píanó, flautu, harmonikku og söng kl. 18:00

• Gamla Kaupfélagið:
Djass tónleikar með Unni Birnar og Birni Thoroddsen kl. 20:30-23:00

Föstudagurinn 15. mars

• Árgangar 2013 og 2014 frá leikskólum Akranesbæjar koma saman og taka lagið kl. 10:00 á Bókasafninu allir velkomnir.

• Sólveig Jónsdóttir rithöfundur les úr bók sinni Heiður á Höfða kl. 14:30 allir velkomnir.
HEIÐUR eftir Sólveigu Jónsdóttur er áleitin saga um togstreituna á milli þess að berjast fyrir réttindum heillar þjóðar eða hamingju eigin fjölskyldu. Í bakgrunni eru átökin sem áratugum saman héldu samfélaginu á Norður-Írlandi í heljargreipum og gera kannski enn.

• Sýningin Spáðu í bolla verður opnuð í Leirbakaríinu á Suðurgötu 50a kl. 17:30-20:00
Bollar eru eins og persónur, þeir eru ólíkir, í formi, áferð, lit og lögun.

Laugadagurinn 16. mars

• Sýningin Spáðu í bolla opin kl. 11:00-17:00
• Tónleikar á Bókasafninu kl. 13:00
Nemendur úr Tónlistaskóla Akranes
Þóra Kristín Ríkharðsdóttir, Elmar Darri Ríkharðsson og Sigríður Sól Þórarinsdóttir, nemendur úr Brekkubæjarskóla.

• Svarti Pétur opið 18-03: Trúbadorinn Arnar Friðriks byrjar að spila um miðnætti, einnig verður sýnt frá bardögum kvöldsins frá kl: 19:00 meðal annars bardaga Gunnars Nelson og Edwards

Sunnudagurinn 17. mars Dagur heilags Patreks.

• Bakkelsið í Kallabakaríi verður skreytt í Írsku fánalitunum í tilefni dagsins.

• Sýningin Spáðu í bolla opin kl. 11:00-16:00
Opnunatími sýningarinnar verður:
Virkadaga á meðan á sýningunni stendur frá kl. 16:30 – 18:00
lokað laugardaginn 23. mars
opið sunnudaginn 24. mars kl. 11:00 – 16:00
Loka dagur sýningarinnar er laugadagurinn 30. mars þá er opið frá kl. 11:00 – 17:00

• Fjölskyldutími Smiðjuloftsins kl. 11:00-14:00

• Skylmingafélagið Væringjarnir-Sverð og riddaramennska: Þeir munu sýna og leyfa þeim sem hafa áhuga á að spreyta sig: Kynning á sögulegum evrópskum skylmingum HEMA (e. Historical European MartialArts), eða sögulegar evrópskar bardagalistir, byggjast á því að læra, kenna og túlka út frá handritum um skylmingar sem voru skrifuð á miðöldum og lifðu af til dagsins í dag. Í sal Brekkubæjarskóla kl. 13:00-15:00.

• Landsmót barna- og unglingakóra tónleikar í sal Gundarskóla kl. 13:30-14:30
Eldri hópur Skólakórs Grundaskóla er gestgjafakór í þetta sinn og er von á um 250 þátttakendum á mótið.

• Sýning á verkum frá nemendum í listgreinum í Brekkubæjaskóla verður á bókasafninu 14.-17. mars.

• Cafe Kaja býður upp á Írska súpu frá kl. 12:00 fimmtudag, föstudag og laugardag.

Hér eru nokkir viðburðanna með frekari upplýsingar 

AuglýsingAuglýsing