Risafréttir úr herbúðum ÍA – Jóhannes Karl samdi á ný til fimm áraÍ kvöld bárust risafréttir úr herbúðum Knattspyrnufélags ÍA.

Stjórn félagsins framlengdi núverandi samningi við þjálfara karlaliðsins til næstu fimm ára.

„Ég er mjög ánægður með það mikla traust sem mér er sýnt með því að framlengja samningin minn við ÍA. Þetta er félagið sem ég er alinn upp í og ég hef alltaf litið á ÍA sem félagið mitt. Hérna vil ég halda áfram að taka þátt í frábæru starfi. Framtíðin er björt á Akranesi og framundan er metnaðarfullt uppbyggingarstarf,“ segir Jóhannes Karl en hann tók við ÍA haustið 2017.

Nánar á heimasíðu KFÍA. 

 

AuglýsingAuglýsing