Skagakonan Þórdís Reykfjörð er nýr dómsmálaráðherraSkagakonan Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir tek­ur við lykla­völd­um í dóms­málaráðuneyt­inu af Sig­ríði And­er­sen.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins greindi frá þessu rétt í þessu.

Þórdís Kolbrún tekur við embættinu vegna ákvörðunar Sig­ríðar um að stíga til hliðar úr ráðherra­stóli í kjöl­far dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu þar sem meðal ann­ars var fjallað um skip­un dóm­ara í Lands­rétt.

Þór­dís mun sinna verk­efn­um dóms­mála sam­hliða störf­um sín­um sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og ný­sköp­un­ar. Um tíma­bundna ráðstöf­un væri að ræða.

Þórdís Kolbrún var í byrjun árs 2017 skipuð ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hún er yngsta konan sem hefur gegnt ráðherrastöðu á Íslandi.

Bjarni rifjaði upp að Þór­dís væri lög­fræðing­ur að mennt og þekkti mála­flokk­inn en hún var áður aðstoðarmaður inn­an­rík­is­ráðherra, en dóms­mál­in voru þá hluti af verk­efn­um inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Samkvæmt okkar bestu upplýsingum er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjórði Skagamaðurinn sem er skipaður ráðherra. Hún tók við

Guðbjartur Hannesson var skipaður heilbrigðis -og velferðarráðaherra í september árið 2010, en áður hafði Ingibjörg Pálmadóttir verið heilbrigðisráðherra á árunum 1995-2000. Þorsteinn Briem, var ráðherra á árunum 1932-1933, en hann var sóknarprestur á Akranesi á þeim tíma.

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/01/12/thordis-yngsta-konan-sem-gegnir-radherrastodu-a-islandi/

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/03/ur-brekko-a-topp-100-lista-yfir-ahrifamestu-ungmenni-i-stjornmalum-a-heimsvisu/

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/03/19/thordis-kolbrun-nyr-varaformadur-sjalfstaedisflokksins/

AuglýsingAuglýsing