Tveir Skagamenn í A-landsliði karla í fyrstu EM leikjum Íslands



Tveir Skagamenn eru í A-landsliðshóp karla sem tekur þátt í leikjunum gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, tilkynnti um valið í dag.

Arnór Sigurðsson (CSKA Moskva) og Björn Bergmann Sigurðarson (Rostov) eru í hópnum en þeir leika báðir með liðum í Rússlandi.

Báðir leikirnir fara fram ytra. Ísland mætir Andorra 22. mars og hefst leikurinn klukkan 19:45. Leikurinn gegn Frakklandi fer síðan fram 25. mars og hefst klukkan 19:45.

Ísland hefur mætt Andorra fimm sinnum og unnið alla leikina, með markatöluna 14-0. Síðast léku liðin 14. nóvember 2012 og endaði sá leikur með 2-0 sigri Íslands, en leikið var ytra. Sex leikmenn sem eru í hópnum í dag tóku þátt í þeim leik.

Ísland hefur mætt Frakklandi 13 sinnum. Fjórir leikir hafa endað með jafntefli og Frakkland hefur unnið 9. Liðin mættust síðast 11. október 2018 og endaði sá leikur með 2-2 jafntefli.

Hópurinn

Hannes Halldórsson | Qarabag
Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon
Ögmundur Kristinsson | Larissa
Birkir Már Sævarsson | Valur
Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow
Ari Freyr Skúlason | Lokeren
Kári Árnason | Genclerbirligi
Ragnar Sigurðsson | Rostov
Sverrir Ingi Ingason | PAOK
Jón Guðni Fjóluson | Krasnodar
Hjörtur Hermannsson | Bröndby
Birkir Bjarnason | Aston Villa
Aron Einar Gunnarsson | Cardiff
Gylfi Sigurðsson | Everton
Rúnar Már Sigurjónsson | Grasshopper
Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar
Arnór Ingvi Traustason | Malmö
Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow
Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley
Rúrik Gíslason | Sandhausen
Alfreð Finnbogason | Augsburg
Björn Bergmann Sigurðarson | Rostov

Auglýsing



Auglýsing