„Á meðan ég fer að leika mér í golfherminum hjá Golfklúbbnum Leyni þá tekur hún Ásta mín völdin í Galleríinu,“ segir listmaðurinn Bjarni Þór Bjarnason við Skagafréttir.
Bjarni Þór, sem var valinn Skagamaður ársins 2018, á Þorrablóti Skagamanna í janúar er afar ánægður með þá stemningu sem myndast í galleríinu við Skólabraut 22 á laugardögum.
Frá vinstri: Margrét Bára Jósefsdóttir, Laufey Logadóttir, Jóna Lilja Pétursdóttir,
Ásta Salbjörg og Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir.
Ásta Salbjörg Alfreðsdóttir, eiginkona Bjarna Þórs, tekur eins og áður segir völdin á vinnustofunni á milli 12-16 á hverjum laugardegi. Þar hittist stór hópur kvenna og karla sem prjóna og hekla á meðan þau ræða saman um allt á milli himins og jarðar.
„Kúnnarnir sem koma í galleríið á þessum tíma eru yfir sig hrifnir af fjörinu og fjölbreytileikanum sem er til staðar á þessum tíma,“ bætti Bjarni Þór við.
Auglýsing
Auglýsing