Leikmenn og forráðamenn Knattspyrnufélagsins Kára á Akranesi eru ekki sáttir þrátt fyrir 3-0 sigur liðsins í kvöld og toppsætið í riðlinum í Lengjubikarkeppni KSÍ.
Ástæðan er einföld. Leikur sem átti að fara fram á laugardag kl. 16.00 fer ekki fram þar sem að mótherjarnir ná ekki að safna í lið. Um er að ræða leik í Lengjubikarkeppni KSÍ og er þetta í annað sinn sem Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (Siglufjörður/Ólafsfjörður) ná ekki að manna lið gegn Kára í þessari keppni.
„Káramenn eru langt frá því að vera sáttir við að missa aftur af mikilvægum leik liðsins í undirbúningi félagsins fyrir næsta sumar, en því miður nær lið KF ekki í mannskap,“ segir m.a á fésbókarsíðu Kára.
Næstu leikur Kára er skráður 23.mars, en það er útileikur gegn Víði Garði í Reykjaneshöll.
Auglýsing
Auglýsing