„Mér líður mjög vel með þetta“ – Jóhannes minnist dóttur sinnar með húðflúri



„Loksins ! Einkunnarorð og heiti á fyrirlestrum Arndísar Höllu, með hennar eigin skrift. Nafnið er einnig hennar, eins og hún merkti blöð sín og bækur. Mér líður mjög vel með þetta,“ skrifar Jóhannes Finnur Halldórsson á fésbókarsíðu sína í dag.

Jóhannes skartar nú fallegu húðflúri á vinstri upphandlegg til minningar um dóttur sína, Arndísi Höllu, sem lést langt fyrir aldur fram úr krabbameini þann 2. febrúar 2018 – aðeins 42 ára gömul.

„Mikill hlátur og smá grátur“ var heitið á fyrirlestrum Arndísar Höllu en hún vakti mikla athygli á fyrirlestrum sem hún hélt víða eftir að hún fékk sjúkdóminn.

Fyrirlestrar Arndísar voru hugsaðir til að vekja fólk til umhugsunar um að öll höfum við val um hvernig við bregðumst við því sem við þurfum að takast á við í lífinu, hvort heldur sem er í vinnu eða einkalífi og hvort sem viðfangsefnin eru stór eða lítil.

Fyrirlestrana byggði Arndís á þeirri lífsreynslu sinni að berjast við krabbamein þar sem hún nýtti markþjálfun mikið ásamt öðru.

Auglýsing



Auglýsing