Arnór og félagar þokast upp töfluna í Rússlandi



Skagamaðurinn Arn­ór Sig­urðsson, Hörður Björg­vin Magnús­son og liðsfé­lag­ar þeirra í CSKA Moskvu eru komn­ir upp í annað sæti rúss­nesku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta eft­ir 1:0-útisig­ur á Ural um helgina.

Hörður var í byrj­un­arliði CSKA og spilaði fyrstu 54. mín­út­urn­ar. Arn­ór byrjaði á vara­manna­bekkn­um en spilaði síðasta hálf­tím­ann.

CSKA Moskva er með 36 stig í öðru sæti, fjór­um stig­um á eft­ir Zenit, sem er í topp­sæt­inu og með leik til góða.

Auglýsing



Auglýsing