Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar þeirra í CSKA Moskvu eru komnir upp í annað sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1:0-útisigur á Ural um helgina.
Hörður var í byrjunarliði CSKA og spilaði fyrstu 54. mínúturnar. Arnór byrjaði á varamannabekknum en spilaði síðasta hálftímann.
CSKA Moskva er með 36 stig í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Zenit, sem er í toppsætinu og með leik til góða.
Auglýsing
Auglýsing